Grillmarkaðurinn

Rating 4.6 (average of 1200 opinions)

Borðapantanir á https://grillmarkadurinn.dinesuperb.com/

Grillmarkaðurinn


Grillmarkaðurinn er nýr og ferskur veitingarstaður með áherslu á íslenska matargerð og stíl. Við munum leitast við að nota hráefni beint frá bændum landsins svo að hráefnið verður tipp topp hverju sinni.

Útlit staðarins samanstendur af íslenskri náttúru. Þar mun samspil hrauns, mosa, fiskiroðs og stuðlabergs vera áberandi í kósý umhverfi þar sem öllum líður vel. Léttleikandi og afslappað andrúmsloft er lýsandi fyrir staðinn og stillum við því verðinu í hóf og bjóðum alla velkomna.

Matseðillinn er byggður upp á því að matreiða frábært kjöt, sjávarfang, fisk og gæða árstíðarbundið hráefni á spennandi hátt. Eldur, reykur, viður og kol hjálpa okkur að ná fram djúpri, ríkri og jarðlegri tilfinningu í okkar brögð sem mun svo jafnast út með ferskleika. Þannig búum við til upplifun bæði úr íslenskum hefðum og nútíma matargerð.

Kokkarnir Gulli og Hrefna á Grillmarkaðnum eru stolt af grillinu sem þau hafa látið sérsmíða fyrir sig. Grillið er þannig upp byggt að það þolir svakalega mikinn hita. Kolin hitna upp í 1200 gráður og með því verður maturinn stökkur að utan en safaríkur að innan.

Verið hjartanlega velkomin :)

    Barbecue Restaurant, Bar & Grill

    Dinner, Drinks, Lunch

   
          Suitable for groups
          Reservations
          Table service
          Booking is NOT mandatory


   +354 571-7777

      Lækjargata 2a, Reykjavík, Iceland

   
Monday
11:30-14:00
17:30-22:30
Tuesday
11:30-14:00
17:30-22:30
Wednesday
11:30-14:00
17:30-22:30
Thursday
11:30-14:00
17:30-22:30
Friday
11:30-14:00
17:30-23:30
Saturday
17:30-23:30
Sunday
17:30-22:30   
          


Leave a comment


Other in the area

American Bar

Reykjavík

Chido

Reykjavík

Eldsmiðjan

Reykjavík

Bryggjan Brugghús

Reykjavík


"Find your restaurant in one click"